Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 16. mars 2009, kl. 15:04:04 (5365)

136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

tilkynning um dagskrá.

[15:04]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Um klukkan 3.30 í dag, að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma, fer fram utandagskrárumræða um endurreisn bankakerfisins. Málshefjandi er hv. þm. Bjarni Benediktsson. Hæstv. viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.