Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 11:32:39 (6368)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

407. mál
[11:32]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Við sjálfstæðismenn höfum stutt þetta mál við 1. og 2. umr. og gerum það að sjálfsögðu við 3. umr., um er að ræða mál sem er atvinnuskapandi. Miklar líkur eru á því að aukið innstreymi á gjaldeyri muni verða við samþykkt þessara laga. Við styðjum þetta mál eindregið, ekki síst í ljósi þess að kvikmyndagerð, sjónvarpsþáttagerð, hefur aukist mjög á undanförnum árum og skapað mörg verðmæt störf við það að efla annars vegar Kvikmyndamiðstöðina og hins vegar með því að koma á fót endurgreiðslu til kvikmyndagerðar. Við segjum því já.