Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 11:33:29 (6369)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

407. mál
[11:33]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna mjög þeirri samstöðu sem virðist vera orðin um þetta mál í salnum. Þegar atkvæði voru greidd við 2. umr. voru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki fylgjandi málinu. Ég var líka farin að velta vöngum yfir því í gærkvöldi hver stefna Sjálfstæðisflokksins væri í málinu eftir þessa löngu umræðu vegna þess að þar kom ýmislegt fram þar sem menn töldu, að því er virtist, að málið væri vanreifað við 3. umr.

Ég fagna þessari samstöðu, virðulegi forseti, vegna þess að hér getur verið um verulega gjaldeyrisskapandi atvinnuveg fyrir okkur Íslendinga að ræða og þetta er mikið framfaraskref. Ég fagna því mjög að loksins skuli, eftir þessa löngu umræðu, sjálfstæðismenn, (Gripið fram í.) allir sem einn, hafa stokkið á vagninn með okkur í þessu þjóðþrifamáli. Að sjálfsögðu segjum við öll já.