Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 11:35:51 (6371)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

407. mál
[11:35]
Horfa

iðnaðarráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Herra forseti. Ég vil eins og aðrir fagna þeirri miklu samstöðu sem hér skapaðist við langvinnar umræður fram til kl. 3 í nótt, m.a. um þetta mál. Það kom í ljós að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka rökum, sérstaklega rökum hver annars. Það kom skýrt fram að jafnvel þeir í röðum sjálfstæðismanna sem í tíð fyrri ríkisstjórnar voru ekki sammála því að þetta mál ætti að fara í gegn lustu upp fagnaðarópum og iðnaðarráðherra mátti sitja undir skjalli langt fram eftir nóttu sökum þess hversu gott þetta frumvarp væri.

Í öllu falli, herra forseti, er hér um að ræða sögulegt frumvarp og tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Við erum aftur að ná samkeppnisstöðu sem hafði glutrast niður. Það er hárrétt, sem hér kom fram, það var Framsóknarflokkurinn sem var upphafsflokkur að þessari merku stefnu (Gripið fram í.) og barði hana í gegnum Sjálfstæðisflokkinn eins og ég reyndi að gera í tíð síðustu (Forseti hringir.) ríkisstjórnar en tókst ekki. Í tíð þessarar ríkisstjórnar (Forseti hringir.)(Gripið fram í.) eins og (Forseti hringir.) fram hefur komið vill Sjálfstæðisflokkurinn (Forseti hringir.) bæta þetta frumvarp. Það gefst væntanlega tóm til þess á sumarþinginu.