Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Fimmtudaginn 02. apríl 2009, kl. 11:37:20 (6372)


136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

407. mál
[11:37]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Hér stendur hinn mikli frumkvöðull að þessu máli og ég held að það sé ágætt (Gripið fram í.) — það var þannig að þegar ég kom í iðnaðarráðuneytið höfðu lög verið sett um þetta efni, 12% afsláttinn, en þau náðu ekki samþykki ESA þannig að taka þurfti lögin upp sem gert var í minni tíð og þeim var komið í þann farveg sem þau eru í í dag.

En það hefur átt sér stað þróun og það tók sinn tíma, eins og hér hefur komið fram, að fá Sjálfstæðisflokkinn inn á málið (Gripið fram í: En Vinstri græna?) en með seiglunni náðist það. Síðan var þetta hækkað upp í 14% í tíð síðustu ríkisstjórnar, þá var ég reyndar komin í annað ráðuneyti eins og gengur. En nú er stórkostlegur árangur að nást. Við erum að verða virkilega vel samkeppnishæf með því að fara í þessi 20%. Það mun örugglega þýða einhver ný störf á Íslandi og ekki veitir af.