Skattlagning kolvetnisvinnslu

Þriðjudaginn 09. desember 2008, kl. 16:49:06 (1964)


136. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2008.

skattlagning kolvetnisvinnslu.

208. mál
[16:49]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sýnir kannski líka að þessi mál hafa verið talsvert rædd hingað til og ekki kemur alveg flatt upp á þingmenn að þessi mál skuli vera á leiðinni hér inn og vísa ég enn og aftur til þeirrar löngu umfjöllunar sem um þetta mál hefur verið og hófst með skýrslunni sem ég ræddi áðan.