Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 18. desember 2008, kl. 22:14:22 (2602)


136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[22:14]
Horfa

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Nú ber svo við að upplýsingum okkar hv. þingmanns ber ekki saman og það á aldrei að deila um staðreyndir því að það er auðvelt að fá leyst úr því hvað er rétt í þessum efnum. Væntanlega verður hv. nefnd að skoða þær upplýsingar sem hv. þingmaður nefndi hérna og bera þær saman við lögin frá 1997. Ég held þó að við deilum ekki um að þessi skerðingarregla er í gildi samkvæmt lögunum frá 2003 þannig að hún er ekki ný í því frumvarpi sem hér er. Það eru þá aðrar breytingar sem eru á 19. gr. en þessi málsgrein verður þá 1. mgr. ef af breytingunum verður.