Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 18. desember 2008, kl. 23:28:23 (2618)


136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[23:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég dundaði mér einu sinni við það að reikna út verðmæti þessara réttinda sem varaþingmaðurinn fékk fyrir tveggja vikna starf og þau voru um 1,7 milljónir — á þeim tíma, það er mjög langt síðan.

Makalífeyrir almennt er á undanhaldi í lífeyriskerfinu og það er vegna þess að það hefur orðið þjóðfélagsbreyting. Konur eru ekki lengur heima, þær afla sér sjálfstæðs lífeyrisréttar og flestir lífeyrissjóðirnir eru búnir að þurrka út þennan makalífeyri nema ef um börn er að ræða, ungbörn, og svo einhvern ákveðinn tíma eftir að menn falla frá o.s.frv. Varanlegur makalífeyrir er á miklu undanhaldi í öllu lífeyriskerfinu.