Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Fimmtudaginn 18. desember 2008, kl. 23:39:08 (2622)


136. löggjafarþing — 62. fundur,  18. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[23:39]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi svo sem alveg vilja taka undir þetta hjá hv. þm. Pétri Blöndal að því gefnu að það ríkti raunveruleg þrískipting valds á Íslandi, sem er ekki. Það er nefnilega framkvæmdarvaldið sem stjórnar öllu á Íslandi. (PHB: Eigum við ekki að breyta því?) Jú, svo sannarlega, við skulum breyta því hér og nú, en þangað til það breytist skulum við bara tala um okkur sem starfsmenn framkvæmdarvaldsins.