Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 20. desember 2008, kl. 14:23:13 (2816)


136. löggjafarþing — 64. fundur,  20. des. 2008.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

246. mál
[14:23]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þarna hafa farið fram samtöl sem ég átti ekki aðild að en miðað við þær upplýsingar sem ég hef fer hæstv. ráðherra ekki með rétt mál heldur var þetta með þeim hætti sem ég fór yfir áðan. (Gripið fram í.) En hæstv. utanríkisráðherra kom ekkert frekar inn á málið sem varðar A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Mér þætti áhugavert að heyra hvort hún er tilbúin að fallast á að það verði skoðað frekar að alþingismenn og ráðherrar greiði í þann sjóð og njóti réttinda úr honum.