Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 106. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 114  —  106. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál.

Frá Siv Friðleifsdóttur.     1.      Hve stórum hluta heilbrigðisútgjalda er nú varið til geðheilbrigðismála?
     2.      Hve stórum hluta útgjalda Landspítalans er varið til geðdeildar og hvernig hefur þróunin verið undanfarinn áratug?
     3.      Hvernig dreifast útgjöld til geðheilbrigðismála milli ólíkra þátta í þjónustunni, svo sem a) bráðaþjónustu, b) endurhæfingar, c) þjónustu við börn, unglinga og aldraða, og d) forvarna og fræðslu?
     4.      Hver hefur árlegur kostnaður við menntun og sérmenntun fagfólks í geðheilbrigðisstéttum verið undanfarin fimm ár?
     5.      Hverjar eru helstu áherslur og nýjungar í meðferð, rannsóknum, kennslu og þjónustu við geðsjúka?


Skriflegt svar óskast.