Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 112. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 121  —  112. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tilboð Breta um að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hafði ráðherra, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu?
     2.      Í hvað er ráðherra að vísa með eftirfarandi tilsvari í símtali við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta:
        Darling: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Landsbankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé einnig fyrir bí?“
        Ráðherra: „Já, þeir fengu ekki það fé.“?
         Óskað er eftir því að ráðherra birti í svarinu minnisblöð sem tengjast þessu tilsvari.


Skriflegt svar óskast.