Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 129. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 210  —  129. mál.
Svarviðskiptaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um starfsmannafjölda í viðskiptaráðuneytinu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er starfsmannafjöldi í viðskiptaráðuneytinu núna og hver var hann 12. maí 2007? Óskað er eftir upplýsingum um fjölda fastráðinna starfsmanna og tímabundið ráðinna.

    Fastráðnir starfsmenn viðskiptaráðuneytisins eru nítján, auk ráðherra, og tveir starfsmenn eru með tímabundna ráðningu. Hinn 12. maí 2007 voru starfsmenn ráðuneytisins átján, auk ráðherra.