Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 215. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 460  —  215. mál.
Svarforsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um Icesave-ábyrgðir.

     1.      Hafði ráðherra, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, vitneskju um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu?
    Nei.

     2.      Höfðu embættismenn eða ráðgjafar ráðherra slíka vitneskju?
    Ekki svo ráðherra hafi verið kunnugt.