Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 736, 136. löggjafarþing 371. mál: sala fasteigna, fyrirtækja og skipa (frestun innheimtu eftirlitsgjalds).
Lög nr. 18 20. mars 2009.

Lög um breytingu á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 19. gr. skal eftirlitsgjald ekki innheimt fyrir árið 2009. Kostnaður við starf eftirlitsnefndar Félags fasteignasala á árinu 2009 skal greiðast úr sjóði nefndarinnar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2009.