Aðildarumsókn að Evrópusambandinu

Laugardaginn 11. júlí 2009, kl. 13:54:31 (3111)


137. löggjafarþing — 39. fundur,  11. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir spurningarnar. Varðandi kostnaðinn þá finnst mér það ekki vera aðalatriðið þó svo mér finnist það ansi dýr könnunarleiðangur og spurning er hvort maður geti kannað þessi mál á annan hátt. Mér finnst tímasetningin mikilvægust. Er þetta rétti tíminn á meðan allt brennur hér? Væri ekki nær að nota alla þá orku, tíma og peninga í að endurreisa til dæmis bankakerfið?

Varðandi það hvort ég mundi vilja ganga í Evrópusambandið þá er mér orðið ljóst eftir allar þessar nefndasetur um Evrópusambandið og allar þær upplýsingar sem ég hef viðað að mér að ég vil alls ekki fara í Evrópusambandið.