Bankasýsla ríkisins

Föstudaginn 24. júlí 2009, kl. 13:50:42 (3815)


137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[13:50]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Ég veit að við deilum því sjónarmiði að við vildum gjarnan nýta þessa fjármuni til annars en ég verð að viðurkenna að ég held að við verðum að verja einhverjum fjármunum í faglega umsýsla með þessum fjármálafyrirtækjum okkar. Ég tel að þau faglegu sjónarmið vegi það mikið að jafnvel þó svo þetta gæti farið inn á eitthvert yfirfullt skrifborð í fjármálaráðuneytinu þá eigum við í raun og veru að verja þessum fjármunum í einhvern ákveðinn tíma til að tryggja faglega umsýslu. En svo vona ég að eftir ákveðinn árafjölda getum við nýtt þessa fjármuni í annað.