Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 04. febrúar 2010, kl. 13:51:19 (0)


138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[13:51]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans og þær hugmyndir sem hann reifaði hér og hefur reifað áður um það að kvótinn eigi að vera eign þjóðarinnar með beinum hætti, hvers og eins einstaklings. Ég vil biðja hv. þingmann um að fara aðeins betur í gegnum það hvernig hann sér innköllun á kvóta frá útgerðinni fyrir sér, hvernig hann hugsar slíka breytingu í framkvæmd og praktík, hvort það sé með því að fyrna kvótann á einhverju ákveðnu tímabili eða hvernig hann hafi hugsað þetta.