Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 04. febrúar 2010, kl. 16:30:04 (0)


138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[16:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ástæða þess að u.þ.b. helmingur þeirra aflaheimilda sem hvarf frá Flateyri komst í not annars staðar á svæðinu var sú að farið var í sértækar björgunaraðgerðir til að bjarga þessu byggðarlagi sem var skilið eftir í sárum. Þetta voru og eru leikreglurnar. Það er ein stærsta meinsemd kvótakerfisins að menn geta selt, farið út úr kerfinu og skilið byggðarlög sín eftir blæðandi í sárum eins og gerðist þarna.

Hv. þingmaður talar mikið um „sægreifa“ og „kvótakónga“ og ég vek athygli á því þingtíðinda vegna að það eru hans eigin orð. Þau orð hafa ekki verið notuð í ræðum stjórnarþingmanna í þessari umræðu.