Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 04. febrúar 2010, kl. 17:21:54 (0)


138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[17:21]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil hv. þingmann þannig að hann fallist á að línuívilnunin verði hækkuð og að það geti verið tímabundið á meðan aflahlutdeildin í þorski er ekki hærri en raun ber vitni. Hv. þingmaður leiðréttir mig ef ég hef misskilið hann.

Hitt er svo annað mál sem þingmanninum gafst ekki tóm til að svara og það er hvort við ættum að taka upp ívilnanir almennt eftir veiðarfærum og ég ítreka þá spurningu.