frumvarp um lengingu fyrningarfrests.
Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri Blöndal fyrir að vekja athygli á þessu máli sem var fyrst lagt fram hér á þinginu fyrir ári síðan. Sömuleiðis vil ég þakka hv. þm. Steinunni Valdísi Óskarsdóttur fyrir að hafa afgreitt það hratt og vel út úr allsherjarnefnd og að það sé tilbúið til afgreiðslu. Ég fagna því að hjá formanni allsherjarnefndar kom fram að það er vilji til þess að taka það á dagskrá strax eftir helgina. Ég heyri að það hefur undirtektir í öllum flokkum hér í þinginu og að það geti orðið góð samstaða um að gera það þá þegar að lögum. Nú er svo komið að tveggja ára fresturinn er farinn að líða hjá þeim sem gripu til aðgerða til að koma undan eignum við gengishrunið, sem varð einmitt fyrir páska árið 2008, þannig að hver dagur héðan í frá skiptir býsna miklu máli og mikilvægt er að þetta verði klárað hratt og vel.