sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.
Virðulegi forseti. Ég legg í rauninni áherslu á það þegar mál heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti að þá sé það forsætisráðuneytið sem hafi umsjón með því að stýra okkur á réttar brautir. Af hálfu forsætisráðherra hefur því við lýst yfir að það séu efni til að skoða sameiningu fleiri skráa. Ég vil í því sambandi leggja áherslu á að er þetta er í rauninni verkefni sem er til komið bara af vilja og þörf þeirra sem starfa í þessum tilteknu einingum. Þess vegna tel ég að þetta sé ágætt skref í þá átt að búa til þessa stofnun og síðan megi ræða hvað taki við. Ég vildi ekki gerast svo frek til fjörsins að fara að segja það að til þessarar stofnunar ættu allar mögulegar skrár að koma en vissulega tel ég að það kæmi mjög vel til greina.