Íslandsstofa

Fimmtudaginn 29. apríl 2010, kl. 11:04:40 (0)


138. löggjafarþing — 115. fundur,  29. apr. 2010.

Íslandsstofa.

158. mál
[11:04]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp um Íslandsstofu. Ég er á nefndaráliti utanríkismálanefndar með fyrirvara og vildi aðeins árétta fyrirvara minn. Ég tek þó fram að ég styð bæði breytingartillögurnar og málið í heild þar sem þær breytingar sem unnar hafa verið milli 2. og 3. umr. eru allar til bóta. Ég vildi hins vegar ítreka það sem kemur líka fram í nefndarálitinu, fyrirvari minn snýr að því að mér hefði fundist rétt að ganga alla leið í þessu og taka ferðamálaþáttinn, sem er núna undanskilinn, með í þessu skrefi. Utanríkismálanefnd áréttaði þetta í nefndaráliti sínu þannig að ég treysti því að það verði gert við fyrsta tækifæri. Ég mun styðja málið.