Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum

Föstudaginn 07. maí 2010, kl. 12:58:26 (0)


138. löggjafarþing — 119. fundur,  7. maí 2010.

vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.

382. mál
[12:58]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun, en það gengur ansi langt. Í fyrsta lagi skulu samtök vinnumarkaðarins, ekki ríkisvaldið, ákveða til hvaða atvinnugreina og starfa lögin taka. Það er sem sagt framsal á valdi, á ríkisvaldinu. Svo ber atvinnurekendum og starfsmönnum að hafa vinnustaðaskírteini á sér við störf sín. Þetta minnir á fyrirbæri sem var í Þýskalandi nasismans. Síðan er eftirlitsmönnum, aðilum sem ekki eru opinberir, heimilt að leita aðstoðar lögreglu við eftirlitið þegar slíkt þykir nauðsynlegt. Svo er heimilt að krefjast þess að settar séu dagsektir. Ég get engan veginn stutt svona lagað. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og legg til að menn finni einhverja manneskjulegri leið til að koma í veg fyrir þessa misnotkun.