Fjármálafyrirtæki

Þriðjudaginn 18. maí 2010, kl. 22:13:22 (0)


138. löggjafarþing — 126. fundur,  18. maí 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[22:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann var bankaeftirlitið í Seðlabankanum og vátryggingaeftirlitið var sér. Mönnum datt í hug að sameina þessi tvö eftirlit sem höfðu eftirlit með fjármálamarkaðnum í stærri skilningi, þ.e. vátryggingafélögum annars vegar og bönkum og sparisjóðum hins vegar. Hugsunin að baki því var sú að eftirlitið yrði sérstofnun.

Síðan hefur komið í ljós að það þarf að setja Seðlabankann sem eftirlitsaðila með bankakerfinu í heild sinni inn í þetta líka til að hann geti miðlað þekkingu sinni til Fjármálaeftirlitsins og öfugt. Það mundi leiða til þess … (Forseti hringir.) Er tíminn búinn?

(Forseti (ÁÞS): Svo virðist vera.)

Nú jæja.