Vátryggingastarfsemi

Þriðjudaginn 01. júní 2010, kl. 15:57:47 (0)


138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[15:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í fyrri umræðu benti ég á að hér á Íslandi má ekki lengur reka gagnkvæm vátryggingafélög en um alla Evrópu er þetta mjög algengt form, sem og önnur form rekstrar. Á Íslandi er eingöngu leyfilegt að hafa tryggingafélög á hlutafélagaformi. Mig langar til að spyrja hv. formann nefndarinnar hvort þetta hafi ekki verið skoðað í nefndinni, því mér sýnist að þetta geri það að verkum að stór hluti af vátryggingafélögum í Evrópu geti ekki starfað hér á landi eða komið inn í þann rekstur sem hér er, og hvort þetta brjóti ekki samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.