Vátryggingastarfsemi

Þriðjudaginn 01. júní 2010, kl. 15:59:52 (0)


138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[15:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlustaði vissulega á ræðu hv. þingmanns. Það sem ég á við er að Íslendingar sem vilja reka vátryggingastarfsemi með gagnkvæmum hætti — það eru mörg dæmi þess í sögunni, t.d. smábátavátryggingar, brunabótafélög og annað slíkt — mega það ekki en útlendingar mega gera það sama hér á landi.