Vátryggingastarfsemi

Þriðjudaginn 01. júní 2010, kl. 16:00:26 (0)


138. löggjafarþing — 129. fundur,  1. júní 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[16:00]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil geta þess að ekki hafa verið starfrækt gagnkvæm vátryggingafélög hér á landi frá árinu 2003 og enginn hefur sýnt því áhuga að starfrækja slík félög. Hv. viðskiptanefnd tekur fram í nefndaráliti með breytingartillögum sínum að um leið og einhver aðili sýnir áhuga á gagnkvæmum vátryggingafélögum vilji hún að smíðað verði regluverk í kringum slíka starfsemi.