138. löggjafarþing — 161. fundur,  15. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði einmitt að spyrja um aðlögunarferlið sem er komið í gang, þar sem Ísland er að aðlagast því að vera í Evrópusambandinu, hvort hæstv. ráðherra sé sammála því.

Síðan vil ég minna á það að Vinstri grænir unnu stóran kosningasigur vegna þess að þeir voru á móti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þeir voru á móti því að ganga í Evrópusambandið, þeir voru á móti því að skrifa undir Icesave. Þann 5. júní 2009 skrifaði hæstv. fjármálaráðherra, sem er í flokki hæstv. umhverfisráðherra, undir Icesave. Hvernig gengur þetta saman að menn brjóta öll sín kosningaloforð og skrifa undir svona stóra ákvörðun? Var hæstv. ráðherra þá sammála því að skrifa undir Icesave með þeim kjörum sem þá voru, sem voru geigvænleg fyrir þjóðina, og er hún sammála þessu öllu saman? (Forseti hringir.)