Íslandsstofa

Þriðjudaginn 10. nóvember 2009, kl. 16:09:32 (0)


138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

Íslandsstofa.

158. mál
[16:09]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ætlunin er ekki sú að fjölga starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. Ætlunin er hins vegar sú að nýta þá með öðrum hætti. Mér er fullkomin alvara, ég hef sagt áður úr þessum stól að eitt af helstu markmiðum utanríkisþjónustunnar eigi að vera efling útflutningsviðskipta. Ég er þeirrar skoðunar að sérhvert sendiráðanna eigi öðrum þræði að verða markaðsstofa fyrir Ísland, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna.

Hv. þingmaður spurði sérstaklega um þá starfsmenn sem hafa sinnt þeim geira íslensks atvinnulífs á erlendri grundu. Þeir munu færast til hinnar nýju Íslandsstofu. Það er þegar ákveðið og nokkuð síðan það var gert. En ég get ekki lofað hv. þingmanni því að þetta verði til þess að þeim starfsmönnum sem að þessu starfa fjölgi. Ég held að því miður sé staðan þannig í íslensku samfélagi að þau loforð væru gefin upp í ermina.

Varðandi hins vegar það sem hv. þingmaður sagði um hið virðulega hljóðfæri harmóníkuna þá mundi ég frekar beina þeim spurningum til hv. þm. Guðmundar Steingrímssonar.