Íslandsstofa

Þriðjudaginn 10. nóvember 2009, kl. 17:08:45 (0)


138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

Íslandsstofa.

158. mál
[17:08]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyri á máli hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur að hún hefur enn þá meiri efasemdir um þetta frumvarp en ég. Hún hefur svo svakalegar efasemdir um þetta að hæstv. utanríkisráðherra blöskrar og kallar hann þó sjálfsagt ekki allt ömmu sína. En í nafni almennrar jákvæðni vil ég beina þeirri fyrirspurn til hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hvort hún geti ekki verið sammála mér um að miðað við stórmennskudrauma utanríkisráðuneytisins fyrir Íslands hönd sé þessi hugmynd miklu betri en t.d. að efla ímynd landsins með því að sækja öðru sinni um aðild að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.