Íslandsstofa

Þriðjudaginn 10. nóvember 2009, kl. 17:36:51 (0)


138. löggjafarþing — 22. fundur,  10. nóv. 2009.

Íslandsstofa.

158. mál
[17:36]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel að þetta sé eitthvað sem utanríkismálanefnd verði að skoða af því hugmyndafræðin í niðurstöðum nefndar hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra var að það yrði að endurskipuleggja og einfalda. Það væri hægt að einfalda til þess að nýta fjármagnið betur og ná þessum skilaboðum betur í gegn. Þess vegna átti að leggja niður Frankfurt, Kaupmannahöfn og New York, plús allar hinar breytingarnar. Iceland Naturally, jú, það er flott verkefni, en Frankfurt og Kaupmannahöfn hafa örugglega verið að gera góða hluti líka, þannig að mér finnst þetta ekki vera nógu mikil samfella. Mér finnst að annaðhvort eigum við að ganga alla leið og einfalda þetta almennilega og þá gæti Iceland Naturally fallið undir Íslandsstofu. Af hverju er það ekki hægt? Af hverju er verið að láta það verkefni vera utan við þetta? Mér finnst að það eigi að ganga alla leið í þessari hugmyndafræði, einfalda, halda þessu öllu á sama stað, þó að eitt verkefni sé í Bandaríkjunum, mér finnst það ekki skipta neinu máli. Ég bara vil beina því til utanríkisnefndar að þetta verði skoðað sérstaklega. Og það er ekki sagt hér af því að ég hafi einhverja ótrú á því verkefni, alls ekki, ég held að þetta sé mjög gott verkefni. En mér finnst að ganga eigi alla leið, annaðhvort erum við að einfalda strúktúrinn og koma hlutunum í skikk, eða ekki, við eigum að ganga alla leið í því.