Fundargerð 138. þingi, 2. fundi, boðaður 2009-10-05 19:50, stóð 19:46:56 til 22:07:15 gert 5 22:16
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

mánudaginn 5. okt.,

kl. 7.50 síðdegis.

Dagskrá:


Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana.

[19:46]

Hlusta | Horfa

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hafði 20 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra höfðu 12 mínútur í fyrstu umferð, í annarri umferð höfðu þingflokkarnir 6 mínútur en í þeirri þriðju 5 mínútur hver þingflokkur. Ræðumaður utan þingflokks talaði síðastur í fyrstu umferð og hafði 6 mínútur.

Röð flokkanna var í öllum umferðum þessi: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Framsóknarflokkur og Hreyfingin.

Ræðumenn Samfylkingarinnar voru í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í annarri og Ólína Þorvarðardóttir, 7. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk voru Bjarni Benediktsson, 2. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrstu umferð, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í annarri umferð og Ragnheiður E. Árnadóttir, 2. þingmaður Suðurkjördæmis, í þriðju umferð.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna -- grænt framboð voru Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í fyrstu umferð, í annarri Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, og í þriðju umferð Björn Valur Gíslason, 8. þingmaður Norðausturkjördæmis.

Fyrir Framsóknarflokk töluðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrstu umferð, í annarri Siv Friðleifsdóttir, 6. þingmaður Suðvesturkjördæmis, og í þriðju umferð Sigurður Ingi Jóhannsson, 3. þingmaður Suðurkjördæmis.

Fyrir Hreyfinguna töluðu í fyrstu umferð Birgitta Jónsdóttir, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í annarri Margrét Tryggvadóttir, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, og í þriðju umferð Þór Saari, 9. þingmaður Suðvesturkjördæmis.

Þráinn Bertelsson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, var síðasti ræðumaður í fyrstu umferð.

Þingmálaskrá:

[22:07]

Útbýting þingskjala:

Fundi slitið kl. 22:07.

---------------