Fundargerð 138. þingi, 27. fundi, boðaður 2009-11-17 13:30, stóð 13:31:02 til 22:18:27 gert 18 7:46
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

27. FUNDUR

þriðjudaginn 17. nóv.,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

[13:31]

Útbýting þingskjals:


Tilkynning um dagskrá.

[13:31]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að að loknum 1. dagskrárlið færi fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 5. þm. Reykv. s.


Afturköllun þingmáls.

[13:31]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að fyrirspurn á þskj. 130 væri kölluð aftur.


Störf þingsins.

Afgreiðsla Icesave-málsins úr nefnd -- vinnulag á Alþingi.

[13:32]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.


Um fundarstjórn.

Skipulag þingstarfa.

[14:03]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Höskuldur Þórhallsson.


Kosning aðalmanns í stað Höskuldar Þórhallssonar í Þingvallanefnd, til upphafs næsta þings, skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 47 1. júní 2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Sigurður Ingi Jóhannsson.


Umræður utan dagskrár.

Sóknarfæri í heilbrigðisþjónustu.

[14:17]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Guðlaugur Þór Þórðarson.


Kjararáð, 1. umr.

Stjfrv., 195. mál (framlenging launalækkunar alþingismanna og ráðherra). --- Þskj. 219.

[14:48]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og skattn.

[16:06]

Útbýting þingskjala:


Lyfjalög, 1. umr.

Stjfrv., 198. mál (afnám ákvæðis um afslætti á smásölustigi lyfja). --- Þskj. 222.

[16:07]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og heilbrn.


Náttúruverndaráætlun 2009--2013, fyrri umr.

Stjtill., 200. mál. --- Þskj. 224.

[17:02]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og umhvn.


Fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi, fyrri umr.

Þáltill. UBK o.fl., 13. mál. --- Þskj. 13.

[18:49]

Hlusta | Horfa

[Fundarhlé. --- 18:58]

[20:00]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og iðnn.


Staða minni hluthafa, fyrri umr.

Þáltill. EKG o.fl., 24. mál. --- Þskj. 24.

[20:44]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og viðskn.


Friðlýsing Skjálfandafljóts, fyrri umr.

Þáltill. ÞBack o.fl., 44. mál. --- Þskj. 44.

[21:31]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og umhvn.

Út af dagskrá voru tekin 5. og 8. mál.

Fundi slitið kl. 22:18.

---------------