Fundargerð 138. þingi, 61. fundi, boðaður 2009-12-22 23:59, stóð 12:21:56 til 12:27:33 gert 22 14:11
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

61. FUNDUR

þriðjudaginn 22. des.,

að loknum 60. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[12:21]

Hlusta | Horfa


Breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl., 3. umr.

Stjfrv., 318. mál (fyrirframgreiðslur tekjuskatts). --- Þskj. 370.

Enginn tók til máls.

[12:22]

Hlusta | Horfa

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 598).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára frá 1. janúar 2010 til 31. des. 2011, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og apríl 1974, um breytingar á henni.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Sverrir Jakobsson (A),

Sturla Böðvarsson (B),

Hólmfríður Garðarsdóttir (A).

Varamenn:

Bjarkey Gunnarsdóttir (A),

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (B),

Kristinn M. Bárðarson (A).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs, til fjögurra ára, frá 18. des. 2009 til jafnlengdar 2013, skv. 6. gr. skipulagsskrár sjóðsins nr. 361/1977, sbr. breytingar á henni nr. 673/2000, 987/2005 og 1161/2006.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Kristín Halldórsdóttir (A),

Björn Teitsson (B),

Margrét K. Sverrisdóttir (A).

Varamenn:

Gísli Sverrir Árnason (A),

Unnur Stefánsdóttir (B),

Jón Hjartarson (A).


Jólakveðjur.

[12:25]

Hlusta | Horfa

Forseti óskaði þingmönnum, starfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Fundi slitið kl. 12:27.

---------------