Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 280. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.

Þskj. 627  —  280. mál.
Leiðrétting.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um áminningar vegna eyðslu umfram fjárheimildir.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     1.      Hversu mörgum forstöðumönnum ríkisstofnana hefur verið veitt áminning í starfi á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir?
    Alls hefur þremur forstöðumönnum ríkisstofnana verið veitt áminning á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir.

     2.      Hvaða tíu stofnanir hafa farið mest fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum?
    Þær tíu stofnanir sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum eru:
          Landspítali,
          lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu,
          Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins,
          Landbúnaðarháskóli Íslands,
          Landhelgisgæsla Íslands,
          Póst- og fjarskiptastofnun,
          Háskólinn á Akureyri,
          Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal,
          Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
          Fjölbrautaskóli Vesturlands.
    Við úrvinnslu var stuðst við tekjujöfnuð ársins, eins og hann er samkvæmt ríkisreikningi 1999–2008 á verðlagi hvers árs. Á þessu tímabili hefur verið talsvert um sameiningar stofnana. Tekið var saman yfirlit yfir stofnanir sem eru starfandi núna en litið fram hjá stofnunum sem hafa verið lagðar niður. Ef um sameiningu stofnana var að ræða var rekstrarsaga einungis tekin frá og með sameiningu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hversu margir forstöðumenn þeirra tíu stofnana hafa verið áminntir í starfi?

    Þeir þrír forstöðumenn sem hafa fengið áminningu í starfi á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir hafa jafnframt veitt stofnun forstöðu sem er í hópi þeirra sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum.