Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1274  —  514. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 10. júní.)



1. gr.

    4. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
    Úrskurður í kærumáli samkvæmt þessari grein skal kveðinn upp innan þriggja mánaða frá því að kærufrestur rann út. Þó er heimilt að framlengja frest til úrskurðar um allt að þrjá mánuði til viðbótar ef mál er umfangsmikið. Verði frestur framlengdur ber að skýra aðila frá því. Skal þá rökstyðja ástæður tafanna og upplýsa um hvenær ákvörðunar sé að vænta.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.