Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 21:46:03 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:46]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega er rétt að þetta mun taka skuldaklafann af íslenskum útgerðum, en það er ljóst að það mun setja skuldirnar yfir á einhvern annan. Það er þá væntanlega sá sem á kröfurnar í dag. Í frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að kröfur á hendur kvótaskuldasjóði muni ekki bera vexti í framtíðinni. Mér er því spurn: Hver á að fjármagna þetta, eða á að setja bankakerfið á hausinn við þetta? Á ríkið að borga inn í bankana eða hvernig er þetta hugsað, eða er þetta kannski ekki hugsað?