Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 21:49:40 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:49]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég var ekki að mæla fyrir frumvarpi Hreyfingarinnar heldur tók ég úr því ákveðin atriði sem brýnt er að ræða til að spegla þau frumvörp sjávarútvegsráðherra sem hér eru til umræðu og tók út þau mikilvægustu. Þar á meðal eru að okkar mati byggðasjónarmiðin þau mikilvægustu.

Vissulega er það bjartsýni að byggð á Melrakkasléttu muni blómstra, enda talaði ég ekki neitt um það heldur talaði ég um að á meðan sjávarbyggðir landsins hafa næg atvinnutækifæri í því sem þær eru bestar í munu þær helst blómstra. Þær munu ekki blómstra af því að selja ferðamönnum sínalkó þrjá mánuði á ári. Þær munu eingöngu blómstra af því að gera það sem þær þekkja best og kunna best. Þannig er það nú. (Gripið fram í: Kristján Möller … ekki alveg sammála.)