Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 21:55:33 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:55]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Jú, vissulega kemur það spánskt fyrir sjónir að mælt sé fyrir frumvarpi í miðri umræðu um annað frumvarp. Ég vil aftur á móti vera á svipuðum slóðum og hv. þm. Kristján Þór Júlíusson. Ég held að sé gríðarlega mikilvægt að við varðveitum tjáningarfrelsi þingmanna í þessum sal. Ef hv. þm. Þór Saari vill tala um frumvarpið sitt er honum það algjörlega frjálst. Ég tek undir með hv. þm. Kristjáni Þór Júlíussyni að það er gagnlegt í umræðunni að velta upp ólíkum sjónarmiðum og er frumvarp Hreyfingarinnar tvímælalaust fullt af ólíkum sjónarhornum.