Fjáraukalög 2010

Mánudaginn 29. nóvember 2010, kl. 15:44:05 (0)


139. löggjafarþing — 36. fundur,  29. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:44]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Hér er verið að gera breytingar á tekjugrein fjárlaga og þar sést ágætlega hvað ber í rauninni þann bata uppi sem óhjákvæmilega leiðir af þessum tillögum. Þetta eru einskiptisaðgerðir. Fyrst og fremst er hér um að ræða tvo þætti, annars vegar eignasölu á skuldabréfum í Landsbankanum í Lúxemborg og hins vegar er verið að selja sendiráðsbústaði.

Frávikin í tekjunum stafa fyrst og fremst af þessu tvennu. Við sjáum skatta á tekjur og hagnað gefa eftir frá áætlun fjárlaga og sýnir það ágætlega og staðfestir að þær skattbreytingar sem varað var við að ráðist yrði í skila ekki því sem til var ætlast. Burðurinn í tekjuþættinum hér inni varðandi skattana er í virðisaukaskatti og það stafar af því fyrst og fremst að inn á árið 2010 eru færðar tekjur af virðisaukaskatti sem urðu til á árinu 2009.