Fjáraukalög 2010

Mánudaginn 29. nóvember 2010, kl. 15:51:42 (0)


139. löggjafarþing — 36. fundur,  29. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:51]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég hef efasemdir um þetta undarlega og snúna mál sem snýr að Barnaverndarstofu. Það hefur ekki tekist að eyða þeim efasemdum hér við 2. umr. Ég vona að það gerist á einhvern veg við 3. umr. en kýs að sitja hjá um þetta að sinni.