Sjúkratryggingar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 12:01:54 (0)


139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[12:01]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Frú forseti. Sú frestun sem við ákveðum nú er að mínu viti of stutt. Hér er um flókna samningagerð að ræða en hins vegar greiði ég atkvæði með þessu í anda samstöðu og velvilja nú rétt fyrir hátíðina en bendi á að um er að ræða tvíverknað af hálfu þingsins, að menn þurfa að fresta þessu ákvæði aftur að ári.