Sjúkratryggingar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 12:02:25 (0)


139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[12:02]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur en samt sem áður koma strax upp efasemdir um að hugur fylgi máli miðað við atkvæðaskýringu síðasta hv. þingmanns. Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða aukin útgjöld hjá ríkissjóði með því að framfylgja þessum lögum, það er öðru nær, eins og umsagnaraðilar bentu á, hvort sem það voru samtök hjúkrunarfræðinga, lækna, Landspítalinn eða aðrir.

Virðulegi forseti. Við sættumst á að fara þessa leið en eins og hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir nefndi er afskaplega mikilvægt að fylgja þessu máli eftir. Við höfum séð að illa var farið með síðustu tvö ár í heilbrigðismálunum og við munum gera hvað við getum til þess að svo verði ekki áfram. En ég segi já við þessu, virðulegi forseti.