Sjúkratryggingar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 12:03:43 (0)


139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[12:03]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Forseti. Ég verð að koma upp og láta í ljósi óánægju mína með að þegar verið er að breyta og komið með breytingartillögu eins og hér er lögð fram og við stöndum öll að í heilbrigðisnefnd, komi fulltrúi úr heilbrigðisnefnd og lýsi því yfir að þetta sé tvíverknaður, að í raun og veru að sé þetta gjörningur sem enginn ætli að standa við og að fara þurfi í sama verkefni aftur að ári. Ég lýsi furðu yfir orðum hv. þm. Ólafs Þ. Gunnarssonar vegna þess að ég taldi að Alþingi væri að samþykkja að veita frest í eitt ár til að unnið yrði samkvæmt því sem lögin segja til um. En hér kemur þingmaður upp og segir: Það verður ekki gert.