Sjúkratryggingar

Laugardaginn 18. desember 2010, kl. 14:22:32 (0)


139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

sjúkratryggingar.

191. mál
[14:22]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Hér var samþykkt breytingartillaga við 2. umr., sem ég lagði þá fram í mínu nafni til að ná sátt milli ólíkra sjónarmiða hvað varðar frestun, heimild fyrir heilbrigðisráðherra til að ákveða með reglugerð daggjöld vegna heilbrigðisþjónustu sem veitt á hjúkrunarrýmum sjúkrahúsa og hjúkrunarrýmum öldrunarstofnana og hjúkrunarheimila. Ég taldi að með þessari breytingu, sem hér hefur verið samþykkt, að fresta um eitt ár, í staðinn fyrir að hafa heimild að fresta til þriggja ára, hefðum við náð sátt í málinu en við verðum líka að horfa á staðreyndir. Sjúkratryggingastofnun Íslands er vanbúin til að taka þetta hlutverk að sér (Gripið fram í.) og við verðum að gefa henni þann tíma sem þarf til að undirbúa samningagerðina og til þess var verið að vísa í fyrri atkvæðaskýringum.