Fundargerð 139. þingi, 2. fundi, boðaður 2010-10-04 17:30, stóð 17:30:19 til 17:35:11 gert 5 8:23
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

2. FUNDUR

mánudaginn 4. okt.,

kl. 5.30 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:


Mannabreytingar í nefndum.

[17:30]

Hlusta | Horfa

Forseti kynnti bréf frá þingflokksformanni Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um eftirfarandi mannabreytingar í nefndum:

Allsherjarnefnd: Atli Gíslason og Álfheiður Ingadóttir taka sæti í stað Ögmundar Jónassonar og Árna Þórs Sigurðssonar.

Efnahags- og skattanefnd: Álfheiður Ingadóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir taka sæti í stað Ögmundar Jónassonar og Lilju Mósesdóttur.

Félags- og trygginganefnd: Lilja Rafney Magnúsdóttir tekur sæti í stað Ögmundar Jónassonar.

Heilbrigðisnefnd: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur sæti í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.

Iðnaðarnefnd: Lilja Mósesdóttir tekur sæti í stað Atla Gíslasonar.

Menntamálanefnd: Þráinn Bertelsson tekur sæti í stað Ásmundar Einars Daðasonar.

Umhverfisnefnd: Álfheiður Ingadóttir tekur sæti í stað Þuríðar Backman.

Utanríkismálanefnd: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Ögmundar Jónassonar; Álfheiður Ingadóttir og Þuríður Backman taka sæti varamanns í stað Atla Gíslasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

Viðskiptanefnd: Atli Gíslason tekur sæti í stað Árna Þórs Sigurðssonar.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs: Álfheiður Ingadóttir tekur sæti í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

Auk þess tilkynnti forseti að í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur muni Árni Þór Sigurðsson gegna starfi þingflokksformanns, Þuríður Backman starfi varaformanns og Lilja Rafney Magnúsdóttir starfi ritara þingflokksins.


Tilkynning forseta um útbýtingu þingskjala.

[17:32]

Hlusta | Horfa

[17:32]

Útbýting þingskjala:


Varamaður tekur þingsæti.

[17:33]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að Baldvin Jónsson tæki sæti Birgittu Jónsdóttur, 9. þm. Reykv. s.

Baldvin Jónsson, 9. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.

Fundi slitið kl. 17:35.

---------------