Fundargerð 139. þingi, 8. fundi, boðaður 2010-10-12 14:00, stóð 14:01:23 til 17:59:59 gert 13 8:20
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

8. FUNDUR

þriðjudaginn 12. okt.,

kl. 2 miðdegis.

Dagskrá:

Lagt fram á lestrarsal:


Varamenn taka þingsæti.

[14:01]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir tæki sæti Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, 6. þm. Norðvest., og Logi Már Einarsson tæki sæti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, 7. þm. Norðaust.

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 6. þm. Norðvest., og Logi Már Einarsson, 7. þm. Norðaust., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.


Tilkynning um embættismenn fastanefnda.

[14:03]

Hlusta | Horfa

Forseti kynnti eftirfarandi breytingar á stjórnum fastanefnda:

Allsherjarnefnd: Atli Gíslason varaformaður.

Efnahags- og skattanefnd: Álfheiður Ingadóttir varaformaður.

Félags- og tryggingamálanefnd: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður og Ólafur Þór Gunnarsson varaformaður.

Fjárlaganefnd: Oddný G. Harðardóttir formaður.

Iðnaðarnefnd: Kristján L. Möller formaður.


Umfjöllun fjárlaganefndar og menntamálanefndar um skýrslur Ríkisendurskoðunar.

[14:03]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að hann hefði óskað eftir því við fjárlaganefnd og menntamálanefnd að þær fjölluðu um tvær skýrslur Ríkisendurskoðunar.


Tilkynning um dagskrá.

[14:04]

Hlusta | Horfa

Forseti tilkynnti að um kl. hálfþrjú færi fram utandagskrárumræða að beiðni hv. 5. þm. Norðvest.

[14:04]

Útbýting þingskjala:


Óundirbúinn fyrirspurnatími.


Úrræði fyrir skuldara.

[14:05]

Hlusta | Horfa

Spyrjandi var Bjarni Benediktsson.


Kostnaður við niðurfærslu skulda.

[14:13]

Hlusta | Horfa

Spyrjandi var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Skuldavandi heimilanna.

[14:20]

Hlusta | Horfa

Spyrjandi var Guðlaugur Þór Þórðarson.


Hagræðingarkrafa í heilbrigðiskerfinu.

[14:27]

Hlusta | Horfa

Spyrjandi var Siv Friðleifsdóttir.


Afstaða dómsmálaráðherra til fjárlagafrumvarpsins.

[14:34]

Hlusta | Horfa

Spyrjandi var Sigurður Kári Kristjánsson.


Um fundarstjórn.

Svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[14:40]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Pétur H. Blöndal.


Kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra.

[14:43]

Hlusta | Horfa

Sigríður Friðjónsdóttir var kjörin saksóknari Alþingis með 36 atkvæðum, 16 seðlar voru auðir.

Helgi Magnús Gunnarsson var kjörinn varasaksóknari Alþingis með 36 atkvæðum, 16 seðlar voru auðir.


Kosning í saksóknarnefnd, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra, fimm manna skv. hlutfallskosningu.

[15:05]

Hlusta | Horfa

Við kosninguna komu fram tveir listar með samtals jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Atli Gíslason (A),

Jónína Rós Guðmundsdóttir (A),

Höskuldur Þórhallsson (A),

Margrét Tryggvadóttir (A),

Birgir Ármannsson (B).


Kosning sérnefndar um stjórnarskrármál, sbr. 42. gr. þingskapa.

Við kosninguna kom fram einn listi með samtals jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Helgi Hjörvar,

Þorgerður K. Gunnarsdóttir,

Árni Þór Sigurðsson,

Siv Friðleifsdóttir,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,

Ólöf Nordal,

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,

Þór Saari,

Valgerður Bjarnadóttir.


Umræður utan dagskrár.

Staðan í makrílviðræðunum.

[15:10]

Hlusta | Horfa

Málshefjandi var Einar K. Guðfinnsson.


Stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013, fyrri umr.

Stjtill., 42. mál. --- Þskj. 43.

[15:40]

Hlusta | Horfa

[16:55]

Útbýting þingskjala:

Umræðu lokið.
Tillagan gengur til síðari umræðu og iðnn.

[17:15]

Útbýting þingskjals:


Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja, 1. umr.

Frv. GÞÞ o.fl., 38. mál. --- Þskj. 38.

[17:15]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og viðskn.


Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 1. umr.

Frv. HHj o.fl., 19. mál (heimild lífeyrissjóða til að eiga og reka íbúðarhúsnæði). --- Þskj. 19.

[17:54]

Hlusta | Horfa

Umræðu lokið.
Frumvarpið gengur til 2. umræðu og efh.- og skattn.

Fundi slitið kl. 17:59.

---------------