Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála

Þriðjudaginn 20. mars 2012, kl. 17:26:03 (6643)


140. löggjafarþing — 75. fundur,  20. mars 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[17:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað skal segja? Vegir eru ekki bara á landi niðri, vegir liggja víða. (VigH: Þetta er …) Vegir drottins eru órannsakanlegir en þeir eru líka rannsakanlegir og Vegagerð er nýtt heiti yfir þá stofnun sem tekur til samgöngumála almennt. Í þeirri stofnun munu fara fram rannsóknir og rannsóknarvinna sem snýr að samgöngumálum. Þannig er það.

Ég man ekki hvað annað hv. þingmaður nefndi. Ráðherravæðingu, já, (Gripið fram í.) að við værum að ráðherravæða þessa framkvæmd. (MÁ: … Evrópusambandið.) Ef hv. þingmaður skoðar þetta þingmál, þetta frumvarp, vel kemur á daginn að þar er að finna stóra kafla sem eru teknir úr núgildandi lögum. Það er ekki verið að ráðast í þær grundvallarbreytingar sem má ráða af (Forseti hringir.) máli hv. þingmanns. (Gripið fram í.) Það er hins vegar verið að skapa aðra umgjörð um þessar stofnanir. (Gripið fram í.)