Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 20:19:34 (11377)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[20:19]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að samgöngur eru fyrir alla en fjöldi Íslendinga býr varla við almennilegar samgöngur. Það eru svæði á Íslandi þar sem nánast þarf að sæta lagi eins og á suðurfjörðum Vestfjarða til að komast út af eða inn á það svæði. Þetta er alveg rétt hjá hv. þingmanni að samgöngur eru vissulega fyrir alla en við keyrum sums staðar á vegum sem byggðir voru á árunum 1940–1950. Þetta eru enn þá þjóðvegir landsins eins og fyrir vestan og á mörgum öðrum stöðum þannig að það er af nógu að taka.

Ég er enn þá svolítið að velta vöngum yfir eftirfarandi: Ef blönduð leið, ríkis-einkaframkvæmd með vegtollum er sú leið sem gefur tóninn fyrir framkvæmdir í framtíðinni, hvers vegna hefur sú leið ekki verið farin á höfuðborgarsvæðinu til að koma verkefnum eins og Sundabraut í framkvæmd?